Algengar spurningar
Hvar sæki ég ?
Þú getur sótt pöntunina þína í Flugeldamarkað okkar að Hvaleyrarbraut 32, aðgengi frá Lónsbraut, á þeim tíma sem þú valdir við pöntun.
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna hér.
Vara er uppseld, fáið þið hana ekki aftur ?
Þó að vara sé uppseld í vefverslun er möguleiki á að hún komi aftur á lager eða sé til á öðrum sölustöðum okkar, endilega heyrðu í okkur í gegnum flugeldar@spori.is svo við getum athugað málið.
Bjóðið þið upp á heimsendingu ?
Samkvæmt þeim reglugerðum sem eru í gildi getum við ekki boðið upp á heimsendingu. Þú getur því sótt pöntunina til okkar í Flugeldamarkaðinn okkar að Hvaleyrarbraut 32 í Hafnarfirði.
Má selja flugelda á netinu ?
Samkvæmt reglugerð má selja flugelda á netinu frá 20. desember ár hvert en afhending má ekki fara fram nema á leyfilegum opnunartíma sölustaða sem er frá 28. desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum.
Hvenær má ég sækja pöntunina mína ?
Þú velur afhendingartíma í pöntunarferlinu. Ef upp koma vandamál munum við hafa samband við þig.
Ef fleiri spurningar vakna þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum netfangið flugeldar@spori.is og við munum aðstoða þig eftir fremsta megni.